Fyrirtækjaþjónusta – Vefumsjónarsamningur
Við getum verið þér innan handar með allt eða hluta, þú ræður. Ef keyptur er ákveðinn tímafjöldi á mánuði fæst það á lægra verði en hefðbundið tímaverð. Það skiptir engu máli fyrir okkur hvort vefurinn kemur frá okkur eða ekki, allir eru velkomnir.
Til að viðhalda góðri vefsíðu eða vefverslun þarf að hlúa að henni og klappa henni svo hún mali. Taka þarf tillit til árstíða, hátíða og ýmissa viðburða í þjóðfélaginu.
Myndir og vörulýsing þurfa að vera við hverja vöru í vefverslunum og við getum sinnt því fyrir þig svo að vefsíðan og vefverslunin sé lifandi í takt við innihald sitt. Láttu okkur uppfæra vefinn þinn reglulega. Þú þarft ekkert að spá í vefnum og getur þannig treyst því að hann sé alltaf uppfærður til nýjustu útgáfu.
Stundum þarf að bæta orðalag, eða skipuleggja betur. Þar komum við þér til aðstoðar, til að gera þinn vef notendavænan. Við erum kunn ótal þemum (themes) í WordPress og höfum reynslu af vefverslunum bæði í WooCommerce og Shopify. Það er hægt að gera vefumsjónar- þjónustusamning, þá sjáum við um vefinn þinn, að einhverju eða öllu leyti. Þú velur þann tímafjölda sem hentar þér.