822 8356 bongo@bongo.is

Um Bongo Design

Ég heiti Kristín Jóna og er hönnuður. Ég lærði grafíska miðlun við gamla Iðnskólann í Reykjavík og svo margmiðlun við Margmiðlunarskólann. Ég starfaði lengst af sem grafíker/vefstjóri hjá Námsmatstofnun ríkisins. Og svo sem vefstjóri yfir einni stærstu vefverslun landsins hjá Bóksölu stúdenta. Samhliða föstu starfi hef ég verið verktaki í umbroti, hönnun og skipulagningu- og uppsetningu vefsíðna. Nú er ég í námi að bæta kunnáttu mína í Stafrænni markaðsetningu og viðskiptum á netinu í  Háskólanum í Reykjavík.

Ummæli viðskiptavina

Kristín Jóna setti upp heimasíðuna okkar harpautfor.is. Snögg og fagleg vinnubrögð og svo kom hún með frábærar hugmyndir sem gera síðuna einfalda og mjög fallega. Hefur einnig komið að útliti á sálmaskrám útfararstofunnar.
Harpa Heimisdóttir

Eigandi, Útfaraþjónusta Hörpu

Kristín Jóna Þorsteinsdóttir setti upp heimasíðu mína fyrir mörgum árum og gerði það af dugnaði og smekkvísi, sbr. síðuna tomasr.is Hún hefur líka verið ólöt við að reka á eftir tíðindum til að bæta inn á síðuna og þannig sýnt árvekni sem mér sjálfum er ekki í blóð borin.

Tómas R. Einarsson

Tónlistarmaður

Kristín Jóna hefur unnið að grafískri hönnun margra verkefna sem ég hef tengst, bæði málörvunarefnis og ýmiss konar prófgagna. Hún er flottur fagmaður og kemur oft með mjög skemmtilegar lausnir varðandi hönnun og umbrot. Einnig er hún mjög þægileg í samskiptum og er aldrei neitt mál að breyta og laga útfærslur samkvæmt óskum viðskiptavina.

Bjartey Sigurðardóttir

Talmeinfræðingur og verkefnisstjóri