SEO – Leitarvélarbestun
Það verður að hugsa til leitarvélanna, hvort að þær finni vefina okkar. Við vitum hvernig leitarvélarnar hugsa. Við vitum sem er, að það er ekki nóg að vera með fallegan vef, vefurinn þarf að fá heimsóknir.
Vefsíðan er andlit fyrirtækisins, margir skoða fyrst vefsíðuna áður en þeir versla sér þjónustu á internetinu og jafnvel “window shoppa” á netinu áður en þeir fara í verslunina. Svo vefsíðan þín er oft fyrstu kynni notendans og þau kynni eru mjög mikilvæg. Þú vilt að fólk finni þig þegar þau leita á netinu og þá verður þú að sýna á sem bestan hátt um hvað þín starfsemi er og bjóða þann sem skoðar velkominn að nýta þína þjónustu.
Stundum þarf að bæta orðalag á síðunni eða skipuleggja betur, draga út þín einkennisorð, því fólk les texta öðruvísi en tímarit eða bækur, fólk skimar textann, les frekar lítið, svo texti þarf að vera stuttur og hnitmiðaður. Einnig þarf að draga út áhersluatriðin í textanum og skrá vefinn á Google my business.