822 8356 bongo@bongo.is

Stefna og innsýn

Skilningur á þörfum þínum og þörfum notanda/viðskiptavina er grundvallaratriði til að geta hannað góða lausn. Við aðlögum okkur að þínum kröfum og að þeim markmiðum sem verkefnið á að ná fram. Lykillinn að árangri er að við tölum saman svo við fáum þau verkfæri sem við þurfum til að uppfylla kröfur viðskiptavinarins.

Fyrirtækjaþjónusta

Við getum verið þér innan handar með allt eða hluta, þú ræður. Ef keyptur er ákveðinn tímafjöldi á mánuði fæst það á lægra verði en hefðbundið tímaverð. Það skiptir engu máli fyrir okkur hvort vefurinn kemur frá okkur eða ekki, allir eru velkomnir.

Til að viðhalda góðri vefsíðu eða vefverslun þarf að hlúa að henni og klappa henni svo hún mali. Taka þarf tillit til árstíða, hátíða og ýmissa viðburða í þjóðfélaginu.

Myndir og vörulýsing þurfa að vera við hverja vöru í vefverslunum og við getum sinnt því fyrir þig svo að vefsíðan og vefverslunin sé lifandi í takt við innihald sitt.

Grafísk hönnun

Við höfum áralanga reynslu af því að setja upp efni til prentunar og laga gömul verk, t.d. setja inn nýja þýðingar eða laga gamalt umbrot. Setjum upp skýrslur, bækur, merkingar, skilti, bréfsefni, bæklinga og auglýsingaefni bæði fyrir prent og vef.

Ljósmyndun og myndvinnsla

Við sinnum allri myndvinnslu. Ef þig vantar ljósmyndir, getum við líka hjálpað til við það.

Vefumsjón

í dag er andlit fyrirtækis oftar en ekki vefsíðan þeirra, sumir fara og Window shoppa á netinu áður en þeir fara í búðina að kaupa.

Svo til að viðhalda góðri vefsíðu eða vefverslun þarf að hlúa að henni og klappa henni svo hún mali. Taka þarf tillit til árstíða, hátíða og ýmissa viðburða í þjóðfélaginu.

Myndir og vörulýsing þurfa að vera við hverja vöru í vefverslunum og við getum sinnt því fyrir þig svo að vefsíðan og vefverslunin sé lifandi í takt við innihald sitt.

Vefhönnun

Vefsíðan er andlit fyrirtækisins, margir skoða fyrst vefsíðuna áður en þeir versla sér þjónustu á internetinu og jafnvel “window shoppa” á netinu áður en þeir fara í verslunina. Ef vefsíðan þín eru fyrstu kynni notendans, þá eru þessi fyrstu kynni mjög mikilvæg. Þú vilt sýna á sem bestan hátt hver þín starfsemi er og bjóða þann sem skoðar velkominn að nýta þína þjónustu. Stundum þarf að bæta orðalag, eða skipuleggja betur. Þar komum við þér til aðstoðar, til að gera þinn vef notendavænan.

Hýsing og lén

Við getum séð um samskiptin við hýsingaraðilan, við erum í góðum samskiptum við 1984, þar sem hýsinginarþjónar eru bestaðir fyrir WordPress og fyllsta öryggis er gætt. Bongo Design er endursöluaðlili hjá 1984 ehf. En ef vefurinn er hýstur hjá öðrum er það ekki fyrirstaða. Þegar þú þarft að kaupa lén getum við séð um að panta það fyrir þig og beina því á réttan stað.

SEO – Leitarvélarbestun

Við hugsum til leitarvélanna, hvort að þær finni vefina okkar og hvað þeim finnst um þá. Við vitum hvernig leitarvélarnar hugsa. Við vitum sem er, að það er ekki nóg að vera með fallegan vef, vefurinn þarf að fá heimsóknir.

Vefsíðan er andlit fyrirtækisins, margir skoða fyrst vefsíðuna áður en þeir versla sér þjónustu á internetinu og jafnvel “window shoppa” á netinu áður en þeir fara í verslunina. Svo vefsíðan þín er oft fyrstu kynni notendans og þau kynni eru mjög mikilvæg. Þú vilt að fólk finni þig þegar þau leita á netinu og þá verður þú að sýna á sem bestan hátt um hvað þín starfsemi er og bjóða þann sem skoðar velkominn að nýta þína þjónustu. Stundum þarf að bæta orðalag á síðunni eða skipuleggja betur, því fólk les texta öðruvísi en tímarit eða bækur, fólk skimar textan,  les frekar lítið, svo texti þarf að vera stuttur og hnitmiðaður. Við komum þér til hjálpar með textann til að gera þinn vef notendavænan.

Google AdWord

Google Ads er eitt stærsta auglýsingakerfi í heimi en með því getur þú búið til vefauglýsingar sem ná til fólks á nákvæmlega þeim tíma og það sýnir áhuga á vöru þinni eða þjónustu.  Sérsniðnar og innihaldsríkar leitarniðurstöður á Google gagnvart notendum sem leita að vörunni þinni og þú borgar eingöngu fyrir smellinn.