Bongo Design er traustur samstarfsaðili
Bongo Design hefur starfað síðan 2005 og sérhæfir sig í umbroti, grafískri hönnun og veflausnum. Fyrirtækið er rekið af Kristínu Jónu, reyndum grafíker með djúpa þekkingu í stafrænum og prentmiðlum.
Kristín hefur starfað lengi sem vefstjóri, þar á meðal hjá Bóksölu stúdenta og Stórkaup og hefur þannig mikla reynslu í að sjá um faglegar vefsíður. Kristín er einnig viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur með reynslu og ástríðu fyrir að skapa árangursríkar lausnir fyrir viðskiptavini.
Með víðtæka reynslu í stafrænum miðlum og prentmiðlum tryggir Kristín Jóna að hver viðskiptavinur fái persónulega þjónustu og hágæða hönnunar- og veflausnir.
Þjónustuframboð:
Grafísk hönnun og umbrot – Sérsniðin fyrir bæði prent og stafræna miðla.
Vefhönnun | WordPress & Shopify – Fagleg vefsíðugerð með áherslu á notendaupplifun.
Stafræn markaðssetning – SEO, samfélagsmiðlar og stafrænar auglýsingar fyrir aukinn sýnileika.
Menntun Kristínar Jónu:
- Viðurkenndur Stafrænn Markaðssérfræðingur: Þekking á árangursríkri stafrænni markaðssetningu til að auka vöxt fyrirtækja
- Iðnmeistari í Grafískri Miðlun: Sérhæfing í grunn- og faglegri hönnunarvinnu.
- Margmiðlunarfræði: Fjölbreytt kunnátta í að þróa margmiðlunarefni á ýmsa miðla.
- Grafísk miðlun: Styrkur í að koma efni faglega og vel uppraðað með myndrænni framsetningu fyrir hvaða miðil sem er.
Ummæli
Ég hef margoft unnið með Kristínu Jónu að margskonar verkefnum í gegnum tíðina og vinnur hún ávallt af miklum metnaði og fagmennsku. Þar að auki er hún sérstaklega hugmyndarík. Kristín er aðgengileg og gott að vinna með. Ég mæli með Kristínu í hverskonar verk á hennar sérsviði.
Jóhanna Ella Jónsdóttir
Mannauðsstjóri og ráðgjafi
Við fengum Kristínu Jónu til að setja upp fyrir okkur ársskýrslu embættisins fyrir árið 2017. Hún tjáði okkur að umbrot skýrslu væri eitt af hennar skemmtilegustu verkefnum og það skein í gegnum hennar starf. Hún er öguð í vinnubrögðum, kom með margar góðar og fallegar lausnir á og var í mjög góðum samskiptum við okkur allan tímann. Hún svaraði öllum ábendingum frá okkur fljótt og vel og það var skemmtilegt að eiga við hana samskipti. Hún er mikil fagmanneskja og við vorum virkilega ánægð með afraksturinn.
Eðvald Einar Stefánsson
Sérfræðingur
Umboðsmaður barna
Katrín Johnson
Verkefnisstjóri
Menntavísindastofnun Háskóla Íslands
Kristín Jóna hefur unnið að grafískri hönnun margra verkefna sem ég hef tengst, bæði málörvunarefnis og ýmiss konar prófgagna. Hún er flottur fagmaður og kemur oft með mjög skemmtilegar lausnir varðandi hönnun og umbrot. Einnig er hún mjög þægileg í samskiptum og er aldrei neitt mál að breyta og laga útfærslur samkvæmt óskum viðskiptavina.
Bjartey Sigurðardóttir
Talmeinfræðingur og verkefnisstjóri
Við höfum notið krafta Kristínar Jónu síðan 2011. Höfum átt mjög þægilega og skilvísa samvinnu. Hún skilur þarfir viðskipavinarinns og getur útskýrt hluti fyrir manni á mannamáli. Við mælum hiklaust með henni.
Kristín Ásgeirsdóttir
Eigandi – Yndisauki
Bongo Design (Kristín Jóna) setti upp heimasíðuna okkar. Snögg og fagleg vinnubrögð og svo kom hún með frábærar hugmyndir sem gera síðuna einfalda og mjög fallega. Hefur einnig komið að útliti á sálmaskrám útfararstofunnar.
Harpa Heimisdóttir – Eigandi
Útfaraþjónusta Hörpu