fbpx
822 8356 bongo@bongo.is

Vefhönnun

WordPress er opið vefumsjónarkerfi og er í stöðugri þróun. Uppfærslur eru tíðar, bæði öryggisuppfærslur sem og nýjungar sem gerir þetta vinsæla vefumsjónarkerfi að frábærum valkosti. Vefumsjónarkerfið sjálft er frítt svo að ekki þarf að greiða nein aðgangsgjöld að því, þó að greiða þurfi fyrir hýsingu á vefnum og vefkerfinu. WordPress er því klárlega mjög hagkvæmur kostur fyrir einstaklinga, félagasamtök og íslensk fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

 

WordPress vefumsjónarkerfi hefur innbyggt íslenskt viðmót. Það þýðir að kerfið sjálft, takkar og kerfiseiningar geta verið á íslensku. Þetta er mjög gott fyrir þá sem skilja betur íslensku en ensku.

 

Við hönnum alla vefi þannig að þeir eru skalanlegir (e.responsive) og laga sig þannig að skjáupplausn. Við hönnum vefi sem aðlaga sig að borðtölvu, spjaldtölvu eða sjallsíma.