fbpx
822 8356 bongo@bongo.is

Vefhönnun

Vefsíðan er andlit fyrirtækisins, margir skoða fyrst vefsíðuna áður en þeir versla sér þjónustu á internetinu og jafnvel “window shoppa” á netinu áður en þeir fara í verslunina. Ef vefsíðan þín eru fyrstu kynni notendans, þá eru þessi fyrstu kynni mjög mikilvæg. Þú vilt sýna á sem bestan hátt hver þín starfsemi er og bjóða þann sem skoðar velkominn að nýta þína þjónustu. Stundum þarf að bæta orðalag, eða skipuleggja betur. Þar komum við þér til aðstoðar, til að gera þinn vef notendavænan.

Hýsing og lén

Við getum séð um samskiptin við hýsingaraðilan, við erum í góðum samskiptum við 1984, þar sem hýsinginarþjónar eru bestaðir fyrir WordPress og fyllsta öryggis er gætt. Bongo Design er endursöluaðlili hjá 1984 ehf. En ef vefurinn er hýstur hjá öðrum er það ekki fyrirstaða. Þegar þú þarft að kaupa lén getum við séð um að panta það fyrir þig og beina því á réttan stað.

Vefumsjón

í dag er andlit fyrirtækis oftar en ekki vefsíðan þeirra, sumir fara og Window shoppa á netinu áður en þeir fara í búðina að kaupa. Og til að viðhalda góðri vefsíðu eða vefverslun þarf að hlúa að henni og klappa henni svo hún mali. Það þarf að taka tillit til árstíða, hátíða og ýmissa viðburða í þjóðfélaginu.  Allavegana er góð vefsíða og vefverslun lifandi í takt við innihald sitt.

Þjónustupakkinn

Við getum verið þér innan handar með allt eða hluta, þú ræður. Ef keyptur er ákveðinn tímafjöldi á mánuði fæst það á lægra verði en hefðbundið tímaverð. Það skiptir engu máli fyrir okkur hvort vefurinn kemur frá okkur eða ekki, allir eru velkomnir. 

Við getum!

✔  Verið til taks með skömmum fyrirvara þegar upp koma vandamál

✔  Sett inn texta sem þú skrifar á vefinn þinn

✔  Leiðrétt eða yfirfarið textann þinn

✔  Uppfært og haft eftirlit með vefnum

✔  Skipt út myndum eða skjölum og/eða sett inn ný

✔  Gert litlar sem og stórar breytingar á vefnum

✔  Séð um vefverslunina þína (nema að pakka og senda vörurnar)

✔  Uppfært vörur og sett inn nýjar, t.d. vörumyndir

✔  Uppfært vefinn á mánaðarfresti, wordpress vefir eru stöðugt með uppfærslur sem nauðsynlegt er að sinna

✔  Séð um samskiptin við hýsingaraðilann, ef tæknileg vandamál koma upp.

Láttu okkur vita hvað þú ert að hugsa!